Varmahlíð

“Draumasvæði fjölskyldunnar”

 Fjölskylduvænt svæði með ótal afþreyingarmöguleikum í nágrenninu.

Svæðið er sunnan til í Reykjarhóli sem er skógi vaxið og því mjög skjólgott. Tjaldsvæðið er í misstórum básum sem eru afmarkaðir með trjábeltum.

Af Reykjarhóli er stórkostlegt útsýni yfir Skagafjörð og sólarlagið er ólýsanlegt.  Sér stæði f. húsbíla/hjólhýsi fyrir þá sem vilja. Tjöld sér (ekki innan um bíla og hjólhýsi).

Aðstaðan

Friðsæll og notalegur staður með snyrtilegum salernum, heitu og köldu vatni og rafmagni. Þvottavél, þurrkari og sturta er einnig á staðnum. Stutt er í alls kyns afþreyingu. Á tjaldsvæðinu sjálfu er svokallaður Ærslabelgur þar sem tugir barna geta skemmt sér tímum saman. Tveir fótboltavellir eru við tjaldsvæðið og aðeins 250 m. ganga eftir fallegum skógarstíg að sundlaug sem er 25 x 12.5 m., ásamt heitum potti. Að auki er sér barnalaug sem er heitari, með lítilli rennibraut fyrir allra minnstu gestina.

Annað

Upplýsingamiðstöð er á staðum þar sem allar upplýsingar varðandi afþreyingu, gönguleiðir, þjónustu, söfn, kirkjur og fl.

ATH. Tjaldsvæðin á Sauðárkróki, Hofsós, Hólum og Varmahlíð eru í samstarfi þannig að hægt er að gista fyrstu nóttina á einhverju af þessum fjórum tjaldsvæðum og fá þá lægra verð næstu nótt á eftir á einhverju af hinum tjaldsvæðunum.  Nauðsynlegt er að framvísu greiðslukvittun af fyrra tjaldsvæði.