Blog

Tjöldum í Skagafirði

Tjöldum í Skagafirði rekur undir sínu merki tjaldsvæðin á Sauðárkróki, Hólum, Hofsósi og í Varmahlíð, en einnig sérstakt hópa tjaldstæði í Hegranesi.

Merkið Tjöldum í Skagafirði er rekið af Álfakletti ehf. sem er í eigu skötuhjúanna Hildar Þóru Magnúsdóttur og Halldórs Brynjars Gunnlaugssonar.

,,Við Halldór eigum þrjú börn og við elskum að ferðast. Við teljum okkur vita eftir hverju fólk er að sækjast þegar það leggur leið sína á tjaldsvæði. Við höfum reynt að leggja mismunandi áherslur á svæðin og teljum að þannig séu meiri líkur á að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Við leggjum  að sjálfsögðu allan okkar metnað í að byggja upp öflug tjaldsvæði með góðri þjónustu. Ef það er eitthvað sem við getum aðstoðað þig með þá ekki hika við að hafa samband við okkur.”

Hildur Þóra Magnúsdóttir, framkvæmdarstjóri Álfakletts ehf.