Í Skagafirði er margt hægt að gera í fríinu. Vinsælt er að heimsækja söfn og sögustaði, fara í útreiðatúr eða sjá hestasýningar. Víða er hægt að renna fyrir fisk, fara í gönguferðir og fjallgöngur í fallegri náttúru og slaka svo á í sundlaugum og heitum pottum á eftir. Fljótasigling á jökulánum eða sigling útí Drangey er upplifun sem seint gleymist, sem og að spila golf í góðra vina hópi. Á vorin er notalegt að sitja í kyrrð við spegilsléttan vantsflöt og fylgjast með tilhugalífi fuglanna.
Sjá nánar á www.visitskagafjordur.is