Sauðárkrókur

,,Allt til alls”

Fyrir þá sem vilja hafa allt við hendina.

Tjaldsvæðið á Sauðárkróki er staðsett á Flæðunum við Sundlaug Sauðárkróks.

Aðstaðan

Stórt og rúmgott þjónustuhús er við tjaldsvæðið þar sem er heitt og kalt vatn, sturtur, salerni, þvottavél og aðgengi fyrir fatlaða. Hægt er að kaupa rafmagn og losa ferðasalerni.

Stutt er í helstu þjónustu s.s. sundlaug, verslanir, söfn, veitingastaði, golfvöll o.þ.h. Við hlið tjaldsvæðisins er ærslabelgur sem fólki er frjálst að nýta.

ATH. Tjaldsvæði á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð eru í samstarfi þannig að hægt er að gista fyrstu nóttina á einhverju af þessum þrem tjaldsvæðum og fá þá lægra verð næstu nótt á eftir á einhverju af hinum tjaldsvæðunum.  Nauðsynlegt er að framvísu greiðslukvittun af fyrra tjaldsvæði.