,,Náttúra – Saga – Menning”
Hólar í Hjaltadal eru einn merkasti sögu- og menningarstaður landsins og er fjölsóttur ferðamannastaður. Sagan, helgi staðarins og náttúrufegurð leiða menn til Hóla. Í Hólaskógi eru afspyrnu falleg rjóður sem veita góð skjól fyrir tjöld og vagna. Ótal gönguleiðir eru um svæðið, auk þess sem góð þjónusta er á svæðinu t.d veitingastaður og sundlaug.
Aðstaðan
Á tjaldstæðinu er salernisaðstaða með köldu og heitu vatni. Ekkert rafmagn er á tjaldstæðinu en það er einmitt ein af ástæðunum sem gerir þetta svæði eins sjarmerandi og raun ber vitni.