,,Kyrrð og friður”
Frábær staður fyrir þá sem vilja slaka á og hafa það huggulegt.
Tjaldsvæðið er staðsett við hliðina á grunnskólanum á Hofsósi.
Aðstaða
Stórt tjaldsvæði með rafmagni með nýju aðstöðuhúsi, köldu og heitu vatni, sturtu og klósettlosun fyrir húsbíla. Einnig litlu eldhúsi þar sem setið geta 18 manns inni. Stutt er í margverðlaunuðu sundlaugina á Hofsósi. Einnig er um að gera að kíkja í Vesturfarasetrið eða fá sér að borða á RETRO veitingahúsinu á höfninni, já eða ganga í Þórðarhöfða sem er stórkostleg upplifun.. Upplýsingar um hvað hægt er að gera í Skagafirði er að finna á www.visitskagafjordur.is.
Tjaldsvæði á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð eru í samstarfi þannig að hægt er að gista fyrstu nóttina á einhverju af þessum tjaldsvæðum og fá þá lægra verð næstu nótt á eftir á einhverju af hinum tjaldsvæðunum. Nauðsynlegt er að framvísu greiðslukvittun af fyrra tjaldsvæði.
Annað
Í júní verður haldin hin árlega Jónsmessuhátíð á Hofsósi. Hátíðin er vel sótt og miðuð að þörfum fjölskyldufólks. Sýningar, gönguferðir, böll, grillveisla, kjötsúpuveisla og vöfflukaffi er meðal þess sem í boði er.
- The new facilities in Hofsós